Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. janúar 2019 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lið Emils fékk skell - Sóli Hólm ekki hrifinn
Duvan Zapata.
Duvan Zapata.
Mynd: Getty Images
Frosinone 0 - 5 Atalanta
0-1 Gianluca Mancini ('11 )
0-2 Duvan Zapata ('44 )
0-3 Duvan Zapata ('47 )
0-4 Duvan Zapata ('64 )
0-5 Duvan Zapata ('73 )

Atalanta valtaði yfir Frosinone í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Emil Hallfreðsson er á mála hjá Frosinone en hann er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Svo fór að Atalanta pakkaði Frosinone saman. Gianluca Mancini skoraði fyrsta markið, en svo röðin komin að Duvan Zapata. Hann skoraði á 44. mínútu og skoraði þrjú mörk til viðbótar í síðari hálfleik.

Zapata er markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar ásamt Cristiano Ronaldo með 14 mörk, en öll þessi mörk hans hafa komið í síðustu átta leikjum. Sjóðheitur.

Frosinone er í 19. sæti á meðan Atalanta er komið upp fyrir AC Milan í sjötta sæti.

Grínistinn Sóli Hólm fylgdist með leiknum og hann var ekki hrifinn af Frosinone.

„Langt síðan ég horfði á álíka lélegt lið og Frosinone spila fótbolta," skrifaði Sóli á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner