Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. janúar 2019 19:14
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Muriel byrjar vel í Flórens
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tólf mörk voru skoruð í þremur jafnteflisleikjum í ítalska boltanum í dag.

Fjörugasta viðureignin var Evrópubárattuslagur milli Fiorentina og Sampdoria. Heimamenn í Flórens komust yfir í fyrri hálfleik eftir magnað einstaklingsframtak hjá Luis Muriel sem er nýkominn til félagsins.

Fimm mínútum síðar fékk Edimilson Fernandes rautt spjald í liði heimamanna og jafnaði Gaston Ramirez með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu skömmu fyrir leikhlé.

Tíu leikmenn Fiorentina komust aftur yfir eftir leikhlé þökk sé öðru mögnuðu einstaklingsframtaki hjá Muriel sem spretti upp hálfan völlinn með boltann áður en hann skoraði.

Markarefurinn Fabio Quagliarella tók þá málin í sínar hendur og skoraði tvö á fimm mínútum, staðan þá orðin 2-3 fyrir Sampdoria. Leiknum var þó ekki lokið og náði German Pezzella að jafna eftir aukaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins.

Spal gerði þá 1-1 jafntefli við Bologna í jöfnum leik á meðan Cagliari og Empoli skildu einnig jöfn, 2-2.

Fiorentina 3 - 3 Sampdoria
1-0 Luis Muriel ('34 )
1-1 Gaston Ramirez ('44 )
2-1 Luis Muriel ('70 )
2-2 Fabio Quagliarella ('81 , víti)
2-3 Fabio Quagliarella ('85 )
3-3 German Pezzella ('90 )
Rautt spjald:Edimilson Fernandes, Fiorentina ('39)

Spal 1 - 1 Bologna
0-1 Rodrigo Palacio ('24 )
1-1 Jasmin Kurtic ('63 )

Cagliari 2 - 2 Empoli
1-0 Leonardo Pavoletti ('36 )
1-1 Giovanni Di Lorenzo ('70 )
1-2 Miha Zajc ('81 )
2-2 Diego Farias ('90 )
Athugasemdir
banner
banner