Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. janúar 2019 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli hafði betur gegn Lazio
Kevin Malcuit og Milik fögnuðu glæsilegu aukaspyrnumarki.
Kevin Malcuit og Milik fögnuðu glæsilegu aukaspyrnumarki.
Mynd: Getty Images
Napoli 2 - 1 Lazio
1-0 Jose Callejon ('34)
2-0 Arkadiusz Milik ('37)
2-1 Ciro Immobile ('65)
Rautt spjald: Francesco Acerbi, Lazio ('70)

Napoli hafði betur gegn Lazio í síðasta leik kvöldsins í ítalska boltanum.

Arkadiusz Milik átti tvö skot í stöngina áður en Jose Callejon kom sprækum heimamönnum yfir eftir 34 mínútur. Milik tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu þremur mínútum síðar.

Gestirnir mættu grimmir til leiks í upphafi síðari hálfleiks og minnkaði Ciro Immobile muninn þegar 25 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Francesco Acerbi, varnarmaður Lazio, fékk að líta sitt annað gula spjald skömmu síðar. Tíu leikmönnum Lazio tókst ekki að jafna og er Napoli sex stigum eftir toppliði Juventus sem á leik til góða gegn botnliði Chievo á morgun.

Lazio er í fimmta sæti eftir tapið, einu stigi eftir erkifjendunum í Roma sem sitja í Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner