Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 20. janúar 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho segist hafa hafnað þremur tilboðum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segist hafa hafnað þremur tilboðum frá því hann var rekinn frá Manchester United.

Mourinho var rekinn frá United um miðjan desember.

„Í fyrsta lagi er ég ánægður með hvernig þessar þrjár vikur hafa verið," sagði Mourinho við BeIN Sports þar sem hann er að vinna sem sérfræðingur um helgina.

„En ég þekki mig og ég veit að í lok mars þá mun ég eiga erfitt með að halda mér ánægðum."

„Næsta skref? Ég veit það ekki, það veltur á ýmsu. Ég mun fara vel yfir hlutina. Ég vil ekki tala mikið um það, en ég hef nú þegar hafnað þremur möguleikum."

Mourinho hefur verið orðaður við sín gömlu félög, Benfica, Real Madrid og Inter.

Síðan Mourinho var rekinn frá United hefur liðið unnið sjö leiki í röð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner