Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. janúar 2019 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Var ekki næsti stjóri Huddersfield
Jan Siewert.
Jan Siewert.
Mynd: Getty Images
Það átti sér stað skondið atvik á meðan leik Huddersfield og Manchester stóð í ensku úrvalsdeildinni núna áðan.

Leikurinn var sýndur á Sky Sports, en þeir á Sky héldu að þeir hefðu séð Jan Siewert í stúkunni. Allt bendir til þess að Siewert verði næsti stjóri Huddersfield eftir að David Wagner hætti störfum hjá félaginu í síðustu viku.

Hinn 36 ára gamli Siewert er þjálfari varaliðs Dortmund en Wagner var einmitt einnig þjálfari varaliðs Dortmund áður en hann tók við Huddersfield árið 2015.

Málið er það bara að þetta var ekki Siewert í stúkunni. Sky sendi fréttamann til þess að ræða við manninn sem átti að vera Siewert, en auðvitað var þetta Siewert. Maðurinn sem Sky ætlaði þarna að ræða við var John Morris, sem er víst umboðsmaður David Wagner.

Frekar vandræðalegt allt saman en myndband má sjá hér að neðan.

Huddersfield tapaði leiknum 3-0, en liðið er áfram á botni deildarinnar með 11 stig.



Athugasemdir
banner
banner