Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. janúar 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Pochettino: Alli getur leikið sama hlutverk og Messi
Mynd: Getty Images
Tottenham heimsækir neðsta lið ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Fulham, en leikið verður á Craven Cottage og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Harry Kane meiddist gegn Manchester United síðustu helgi og Son Heung-Min er staddur á Asíumótinu. Mauricio Pochettino hefur ekki áhyggjur af sóknarleiknum.

„Ég horfði á Barcelona spila í vikunni gegn Levante og þar var Lionel Messi að spila sem framherji Barca. Ég get alveg séð Alli leysa þetta hlutverk eins og Messi gerði,“ sagði Pochettino.

„Ég get spilað Llorente, ég get spilað Alli, Eriksen, eða ég get spilað ungu leikmönnunum, Kazaiah Sterling eða Troy Parrott. Þetta kemur í ljós.“

„Við erum með endalausa möguleika og það er ekki eins og að leikmaður sem er ekki eiginlegur framherji geti ekki hlaupið í skarð framherja.“

Pochettino tekur Chelsea sem dæmi.

„Eden Hazard hefur verið að spila sem framherji hjá Chelsea þegar Giroud og Morata hafa ekki verið með. Það er fullt í boði.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner