Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. janúar 2019 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Jafnt hjá Val og Leikni R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 1 Leiknir R.
1-0 Birkir Már Sævarsson ('53)
1-1 Ingólfur Sigurðsson ('87)
1-1 Misnotað víti ('94)

Valur og Leiknir R. skildu jöfn í Reykjavíkurmótinu í dag og eru jöfn á stigum í öðru og þriðja sæti A-riðils, með fjögur stig eftir þrjár umferðir. Fjölnir er búinn að tryggja sér toppsætið.

Birkir Már Sævarsson kom Vali yfir snemma í síðari hálfleik en Ingólfur Sigurðsson jafnaði á lokamínútunum.

Íslandsmeistararnir fengu kjörið tækifæri til að stela sigrinum á lokasekúndum leiksins en Eyjólfur Tómasson varði vítaspyrnu.

Leiknir er með betri markatölu og á leik við Víking R. í lokaumferðinni. Valur þarf því stórsigur gegn ÍR til að tryggja annað sætið, nema Leiknir tapi stigum gegn Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner