Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 20. janúar 2019 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sigrar hjá Real Betis og Levante
Mynd: Getty Images
Real Betis og Levante unnu heimaleiki sína gegn Girona og Real Valladolid í spænska boltanum í dag.

Betis var undir í hálfleik en sneri stöðunni við og sigraði þökk sé marki úr vítaspyrnu frá Sergio Canales undir lok uppbótartímans.

Levante lenti í erfiðleikum í jöfnum leik en Roger Marti innsiglaði sigurinn á síðustu sekúndum uppbótartímans.

Villarreal er þá enn í fallsæti eftir jafntefli gegn Athletic Bilbao. Þetta var ellefta jafntefli Bilbao á tímabilinu og níunda hjá Villarreal, fimm stig skilja liðin að í fallbaráttunni.

Rayo Vallecano er einnig í fallsæti og komst grátlega nálægt sigri í dag. Heimamenn í Vallecas skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en Real Sociedad náði að koma til baka og gerði Willian Jose jöfnunarmarkið á 82. mínútu.

Real Betis 3 - 2 Girona
1-0 Cristian Tello ('12 )
1-1 Aleix Garcia ('36 )
1-2 Seydou Doumbia ('44 )
2-2 Loren Moron ('54 )
3-2 Sergio Canales ('94 , víti)

Levante 2 - 0 Valladolid
1-0 Coke ('42 )
2-0 Roger Marti ('95)

Rayo Vallecano 2 - 2 Real Sociedad
1-0 Santi Comesana ('22 )
2-0 Adrian Embarba ('28 )
2-1 Hector Moreno ('39 )
2-2 Willian Jose ('82 )

Villarreal 1 - 1 Athletic Bilbao
0-1 Jaume Costa ('18 , sjálfsmark)
1-1 Karl Toko Ekambi ('71 )
Athugasemdir
banner
banner