Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. janúar 2019 19:03
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Caligiuri hetjan gegn Wolfsburg
Mynd: Getty Images
Þýska deildin fór aftur af stað á föstudaginn eftir mánaðarlangt vetrarfrí. Síðustu leikir helgarinnar áttu sér stað í dag.

Schalke hafði þar betur gegn Wolfsburg í hörkuleik. Daniel Caligiuri kom Schalke yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks en Elvis Rexhbecaj jafnaði fyrir gestina þegar hann fylgdi stangarskoti eftir.

Gestirnir frá Wolfsburg voru óheppnir að komast ekki yfir fyrir leikhlé en heimamenn tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og verðskulduðu sigurmarkið sem Caligiuri skoraði þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Þetta var annar sigur Schalke í röð eftir hörmulegan fyrri hluta tímabils og er félagið sjö stigum frá Wolfsburg sem situr í Evrópusæti.

Botnlið Nürnberg tapaði þá fyrir Hertha Berlin á heimavelli. Staðan var jöfn í hálfleik en Ondrej Duda gerði tvennu fyrir gestina frá Berlín eftir leikhlé og innsiglaði þannig góðan sigur. Hertha er einu stigi eftir Wolfsburg í Evrópubaráttunni.

Schalke 2 - 1 Wolfsburg
1-0 Daniel Caligiuri ('8 , víti)
1-1 Elvis Rexhbecaj ('20 )
2-1 Daniel Caligiuri ('78 )

Nürnberg 1 - 3 Hertha Berlin
0-1 Vedad Ibisevic ('15 )
1-1 Hanno Behrens ('42 )
1-2 Ondrej Duda ('50 )
1-3 Ondrej Duda ('70 )
Athugasemdir
banner
banner