Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 20. janúar 2019 07:30
Arnar Helgi Magnússon
„Wagner breytti lífi fólks í kringum Huddersfield"
Mynd: Getty Images
David Wagner hætti sem stjóri Huddersfield í vikunni. Félagið hefur ekki enn ráðið nýjan stjóra en liðið mætir Manchester City í dag.

Tommy Smith, fyrirliði Huddersfield, segir að fréttirnar hafi verið svekkjandi.

„Já, auðvitað eru þetta vonbrigði. Við þurfum að halda áfram, svo einfalt er það. Við eigum leik á morgun," sagði Smith.

„Hann hefur breytt lífi margra í kringum félagið, leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna. Hann hefur átt magnaðan þátt í gengi liðsins undanfarin þrjú ár."

„Fyrsti dagurinn hans hjá Huddersfield, hann labbaði inn um dyrnar og ég sá strax að þetta var þjálfari sem gat hjálpað mér að bæta minn leik."

Jan Siewert, varðliðsþjálfari Dortmund, þykir líklegastur í stjórastól Huddersfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner