Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. janúar 2023 15:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona með forkaupsrétt á Carrasco
Mynd: EPA
Atletico Madrid gekk í dag frá kaupum á Memphis Depay frá Barcelona. Barcelona greiðir þrjár milljónir evra fyrir Memphis sem semur fram á sumarið 2025.

Í samkomulagi félaganna kemur fram að Barcelona sé nú með forkaupsrétt á Yannick Carrasco, leikmanni Atletico.

Barcelona þarf ekki að nýta sér þennan kauprétt, en hlýtur að hafa áhuga á því fyrst þetta ákvæði var sett inn í kaupsamninginn þegar Atletico fékk Memphis.

Í spænskum fjölmiðlum er fjallað um að Barca geti fengið Carrasco á minna en 20 milljónir evra í sumar.

Samningur Belgans við Atletico rennur út sumarið 2024. Hann er vinstri kantmaður, eitthvað sem Barcelona vantar í sínar raðir. Leikmenn eins og Raphinha og Ousmane Dembele eru meira fyrir það að spila á hægri kantinum.

Carrasco er 29 ára gamall sem lék með Atletico á árunum 2015-18, þá fór hann til Kína en sneri aftur til Atletico árið 2020 frá Dalian Professional.
Athugasemdir
banner
banner