Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. febrúar 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Emery: Þetta er í höndunum á Özil
Mesut Özil spjallar við Aaron Ramsey.
Mesut Özil spjallar við Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Unai Emery segir að það sé í höndunum á Mesut Özil að koma sér aftur í liðið hjá Arsenal.

Þjóðverjinn hefur aðeins leikið tvo leiki fyrir Arsenal síðan hann var tekinn af velli í hálfleik í 1-1 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion um jólin.

Emery segir að Özil gæti spilað Evrópudeildarleikinn gegn BATE Borisov á morgun en BATE vann fyrri leikinn 1-0.

„Hann heldur á lyklunum. Hann hefur unnið mjög vel í þessari viku og staðið sig vel á æfingum," sagði Emery á fréttamannafundi fyrir leikinn.

„Þegar ég tala við hann ræði ég við hann um stöðugleika, þegar þú sýnir stöðugleika á æfingum getur það hjálpað þér varðandi frammistöðu í leikjum."

Meiðsli og veikindi hafa gert það að verkum að Özil hefur ekki náð að tengja saman nægilega margar æfingar í röð.

Sjá einnig:
Wenger telur að Özil sé fastur í þægindaramma
Athugasemdir
banner
banner