Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. febrúar 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Enginn fullorðinn karlmaður fer niður við þetta"
Giorgio Chiellini.
Giorgio Chiellini.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata.
Alvaro Morata.
Mynd: Getty Images
Það var umdeilt atvik í leik Atletico Madrid og Juventus í Meistaradeildinni í kvöld. Atvikið kom í veg fyrir það að Atletico ynni 3-0 sigur frekar en 2-0 sigur eins og raunin varð.

Alvaro Morata kom inn á sem varamaður og hann kom boltanum í netið áður en Jose Maria Gimenez og Diego Godin skoruðu mörk Atletico.

Markið var hins vegar dæmt af Morata þar sem dómarinn mat það svo að hann hefði ýtt Giorgio Chiellini í aðdragandanum. Á samfélagsmiðlum var Chiellini ásakaður um að fara auðveldlega niður og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var sammála því.

„Það fer enginn fullorðinn karlmaður niður við þetta," sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport.

Myndband er hérna.

Bonucci reyndi að fiska annað VAR-augnablik
Það vakti þá athygli í fyrra marki Juventus þegar Leonardo Bonucci, kollegi Chiellini, fór niður í teignum. Hann reyndi að fiska annað svona VAR-augnablik.

Bonucci var ekki beint sárkvalinn áður en boltinn fór í markið, en um leið og hann fann netmöskvana þá meiddi hann sig mjög mikið.

Dómarinn ákvað ekki að dæma markið af í þetta skiptið.

Myndband má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner