banner
   mið 20. febrúar 2019 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Keflavík náði að bjarga stigi gegn FH
Anton Freyr og Ingimundur Aron markaskorarar Keflavíkur eftir leik.
Anton Freyr og Ingimundur Aron markaskorarar Keflavíkur eftir leik.
Mynd: Jón Örvar Arason
Keflavík 2 - 2 FH
0-1 Steven Lennon ('45, víti)
1-1 Ingimundur Aron Guðnason ('53)
1-2 Brandur Hendriksson Olsen ('88)
2-2 Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('89)

Keflavík og FH mættust í A-deild Lengjubikars karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni.

Steven Lennon kom FH yfir rétt fyrir leikhlé er hann skoraði úr vítaspyrnu og var staðan 1-0 fyrir FH-inga í hálfleik.

Í byrjun seinni hálfleiks jafnaði Ingimundur Aron Guðnason fyrir Keflavíkinga. Brandur Olsen kom FH yfir á 88. mínútu og svo virtist sem hann væri að tryggja FH sigur. En fótboltaleikurinn er ekki búinn fyrr en flautað er af og jafnaði Keflavík stuttu síðar með marki frá Antoni Frey Hauks Guðlaugssyni.

Lokatölur 2-2 í hörkuleik í Reykjaneshöllinni. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner