Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. febrúar 2019 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Atletico og City í góðum málum
VAR í stóru hlutverki í kvöld
Sane skoraði frábært mark.
Sane skoraði frábært mark.
Mynd: Getty Images
Atletico vann frábæran sigur.
Atletico vann frábæran sigur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og enduðu þessir leikir með sigrum Manchester City og Atletico Madrid. Myndbandsdómgæsla (VAR) spilaði stórt hlutverk í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.

Í Gelsenkirchen tókst City að knýja fram sigur gegn Schalke. Það var hægara sagt en gert fyrir City en það tókst.

Sergio Aguero kom City yfir eftir 18 mínútur, en Nabil Bentaleb svaraði fyrir hönd Schalke með því að skora úr tveimur vítaspyrnum fyrir leikhlé. Það tók langan tíma fyrir dómarann að dæma fyrra vítið, en það gerði hann að lokum.

Útlitið batnaði ekki fyrir City í síðari hálfleiknum þar sem Nicolas Otamendi var rekinn af velli á 68. mínútu með sitt annað gula spjald.

Pep Guardiola ákvað að setja Leroy Sane, fyrrum leikmann Schalke, inn á í stöðunni 2-1. Sane gerði sér lítið fyrir og skoraði frábært mark á sínum gamla heimavelli beint úr aukaspyrnu og jafnaði hann metin.

Mark Sane kom á 85. mínútu og stefndi í jafntefli, en Raheem Sterling tók það ekki í mál. Sterling skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Magnaður sigur Manchester City staðreynd.

Atletico mun múra fyrir í Tórínó
Í hinum leik kvöldsins mættust Atletico Madrid og Juventus, en þar var það Atletico Madrid sem hafði betur.

VAR var einnig notað í þeim leik. Í fyrri hálfleik dæmdi dómarinn vítaspyrnu, en fékk síðan þau skilaboð að um aukaspyrnu væri að ræða. Í síðari hálfleiknum skoraði Alvaro Morata mark sem var dæmt af með hjálp VAR. Dómarinn mat það svo að Morata hefði brotið á Chiellini í aðdragandanum.

Atletico lét þetta ekki á sig fá og skoraði tvisvar með stuttu millibili. Það voru miðverðir Atletico, Jose Maria Gimenez og Diego Godin, sem skoruðu mörkin.

Lokatölur 2-0 fyrir Atletico sem er í góðum málum fyrir seinni leikinn á Ítalíu. Diego Simeone mun eflaust fara vel yfir varnarvinnuna fyrir þann leik.

Schalke 04 2 - 3 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('18 )
1-1 Nabil Bentaleb ('38 , víti)
2-1 Nabil Bentaleb ('45 , víti)
2-2 Leroy Sane ('85 )
2-3 Raheem Sterling ('90 )
Rautt spjald:Nicolas Otamendi, Manchester City ('68)

Atletico Madrid 2 - 0 Juventus
1-0 Jose Gimenez ('78 )
2-0 Diego Godin ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner