Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. febrúar 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Morata fagnar ef hann skorar í kvöld
Alvaro Morata er kominn til Atletico.
Alvaro Morata er kominn til Atletico.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, sóknarmaður Atletico Madrid, segist ekki hika við að fagna ef hann skorar gegn sínu fyrrum félagi í kvöld.

Atletico tekur á móti Juventus í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Morata á enn eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir Atletico síðan hann kom á langtíma lánssamningi frá Chelsea í síðasta mánuði.

Hann skoraði 27 mörk í 93 leikjum fyrir Juventus 2014-2015 og vann tvo ítalska meistaratitla.

„Þetta er Meistaradeildin og nú er það okkar að sýna hvað við viljum. Við erum að fara að mæta frábæru liði en gefum okkur alla í þetta," segir Morata.

„Ég gæti ekki mögulega sleppt því að fagna mínu fyrsta marki fyrir Atletico. Ég ber mikla virðingu fyrir Juventus en mitt fyrsta mark fyrir Atletico myndi skipta mig það miklu máli að ég myndi fagna."

„Ég vil alltaf að Juventus vinni, nema þegar þeir spila gegn okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner