Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. febrúar 2020 13:38
Elvar Geir Magnússon
Forseti PSG ákærður í tengslum við rannsókn á mútum
Nasser al-Khelaifi.
Nasser al-Khelaifi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Nasser al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, hefur verið ákærður af svissneskum saksóknurum í tengslum við rannsókn á mútumálum vegna sjónvarpsréttarmála HM.

Khelaifi er sakaður um að hafa hvatt fyrrum framkvæmdastjóra FIFA, Jerome Valcke, til að brjóta lög. Hann er ekki sakaður sjálfur um mútur.

Auk þess að vera forseti PSG er Khelaifi yfir katörsku sjónvarpsstöðinni BeIN Sports sem fékk réttinn á HM 2026 og 2030. Þá er hann í framkvæmdaráði FIFA.

Khelaifi segist saklaus af ásökunum og segist vænta þess að það verði niðurstaða dómstóla.

Frakkinn Valcke fékk tíu ára bann frá afskiptum af fótbolta en hann var fundinn sekur um að taka við mútugreiðslum og falsa skjöl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner