Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. febrúar 2020 11:25
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn hefur lítið spilað í vetur - Ekki með AIK um helgina
Kolbeinn jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með landsliðinu síðastliðið haust.
Kolbeinn jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með landsliðinu síðastliðið haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson verður ekki með AIK gegn Jönköpings Sodra í sænska bikarnum á sunnudaginn en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Kolbeinn var í íslenska landsliðshópnum sem fór til Bandaríkjanna í janúar en hann spilaði korter í þeirri ferð. Kolbeinn hefur verið meiddur í vetur auk þess sem að hann var að glíma við veikindi á dögunum.

Hann hefur því ekkert spilað með AIK á undirbúningstímabilinu og verður ekki með um helgina.

„Hann er ekki að æfa á fullu svo hann er ekki klár núna," sagði Rikard Norling þjálfari AIK.

„Hann hefur varla spilað og varla æft. Hann hefur átt svolítið erfitt undirbúningstímabil hingað til."

Fréttirnar eru ekki góðar fyrir íslenska landsliðið en rúmur mánuður er í umspilsleikinn við Rúmeníu sem verður á Laugardalsvelli þann 26. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner