Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. febrúar 2021 08:30
Victor Pálsson
Tomori fékk enga útskýringu frá Lampard
Mynd: Getty Images
Fikayo Tomori skildi lítið af hverju hann fékk ekkert að spila hjá Chelsea áður en hann var sendur til AC Milan á láni í janúar.

Tomori segir sjálfur frá þessu en hann var ekki inni í myndinni hjá Frank Lampard sem var svo síðar rekinn úr starfi eftir slakt gengi á leiktíðinni.

Tomori byrjaði fyrstu 14 af 20 deildarleikjum Lampard en eitthvað gerðist á þessu tímabili og fékk varnarmaðurinn enga leiki.

„Ég var allt í einu ekki hluti af liðinu og ég veit ekki af hverju,"sagði Tomori við the Telegraph.

„Ég bjóst við að þurfa að leggja mig fram. Ég ræddi við stjórann og hann sagði að ég þyrfti að æfa enn betur, ég tók því og hélt að það væri lausnin."

„Andlega þá var þetta erfitt því þú vilt vera á vellinum og líða eins og þú sért hluti af liðinu. Mér leið ekki þannig og ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst."
Athugasemdir
banner
banner
banner