Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2023 11:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Man Utd sé einum færri þegar Weghorst er inn á vellinum
Wout Weghorst.
Wout Weghorst.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Wout Weghorst hefur byrjað alla leiki frá því hann gekk í raðir Manchester United í janúar síðastliðnum.

Weghorst, sem er hollenskur landsliðsmaður, kom til Man Utd á láni frá Burnley sem er í Championship-deildinni.

Erik ten Hag er greinilega mikill aðdáandi leikmannsins en það er fjölmiðlamaðurinn Richard Keys ekki. Hann segir að það sé líkt og United sé einum færri þegar Weghorst er inn á vellinum.

„Það er eins og þú sért að spila með tíu manns inn á vellinum þegar hann er inn á. Hann gerir ekki nægilega mikið til að verðskulda byrjunarliðssæti, er það? Verum hreinskilin," sagði Keys á beIN Sports í gær.

Þó hann sé ekki enn búinn að skora í deildinni þá hefur Weghorst gert nóg að mati Ten Hag til að halda sæti sínu í byrjunarliðinu leik eftir leik. Weghorst hefur í undanförnum leikjum verið í nýju hlutverki og spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður.

Weghorst er að vonast til þess að vera keyptur til Man Utd næsta sumar.
Athugasemdir
banner