Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. mars 2019 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi og Pique kallaðir upp í landslið Katalóníu
Mynd: Getty Images
Bojan fór úr Barcelona og yfir til Stoke.
Bojan fór úr Barcelona og yfir til Stoke.
Mynd: Getty Images
Óviðurkennt landslið Katalóníu keppir við Venesúela í landsleikjahlénu og hefur tilkynnt leikmannahóp sinn.

Þar má finna Gerard Pique og Xavi sem eru báðir hættir að spila með spænska landsliðinu. Þetta verður tíundi landsleikur Pique fyrir Katalóníu en hann lék þann fyrsta árið 2004.

Það eru fleiri stjörnur í landsliði Katalóníu og má þar nefna nokkra fyrrverandi leikmenn Barcelona á borð við Marc Bartra, Aleix Vidal og Bojan Krkic.

Nokkrir leikmenn sem voru kallaðir upp í landsliðið fengu ekki leyfi frá félagsliðum sínum til að fara vegna mikilvægra leikja í spænsku fallbaráttunni eftir hlé. Real Valladolid, Rayo Vallecano og Huesca meinuðu leikmönnum sínum að svara kallinu.

Þá neitaði Watford að leyfa Gerard Deulofeu að taka þátt í æfingaleiknum en Gerard Lopez, þjálfari Katalóníu, segist skilja þessar ákvarðanir. Oriol Romeu, leikmaður Southampton, fékk leyfi til að taka þátt.

Liðin mætast mánudaginn 25. mars á Estadi Montilivi, heimavelli Girona.

Markmenn: Isaac Becerra, Edgar Badia

Varnarmenn: Gerard Pique, Martin Montoya, Marc Bartra, Aleix Vidal, Didac Vila, Marc Muniesa, Marc Cucurella

Miðjumenn: Xavi Hernandez, Victor Sanchez, Pere Pons, Oscar Melendo, Joan Jordan, Alex Granell, Oriol Romeu, Aleix Garcia

Sóknarmenn: Sergio Garcia, Bojan Krkic, Marc Cardona



Athugasemdir
banner
banner