Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. mars 2021 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bamford ekki valinn í landsliðið: Sárt að vera skilinn eftir
Hinn 27 ára gamli Patrick Bamford hefur aðeins spilað fyrir yngri landslið Englands.
Hinn 27 ára gamli Patrick Bamford hefur aðeins spilað fyrir yngri landslið Englands.
Mynd: Getty Images
Patrick Bamford var valinn maður leiksins af Sky Sports í 1-2 sigri Leeds United gegn Fulham í gærkvöldi.

Bamford skoraði fyrsta mark leiksins og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Raphinha.

„Þetta var erfiður leikur fyrir mig, þetta var alltaf spurning um hversu margar mínútur ég gat höndlað. Ég gat ekki hlaupið mikið og verð að hrósa liðsfélögunum fyrir að bæta upp fyrir það," sagði Bamford kátur með sigurinn. Enski sóknarmaðurinn var svo spurður út í landsliðið en hann var ekki valinn í landsliðshóp Gareth Southgate þrátt fyrir að vera að gera frábæra hluti í úrvalsdeildinni.

„Allir leikmenn landsliðsins eiga skilið að vera þar og auðvitað er sárt að vera skilinn eftir heima. Eina sem maður getur gert er að leggja enn harðar að sér og reyna að komast í næsta landsliðshóp. Ef ég held áfram að skora eins og ég hef verið að gera þá býst ég við að geta barist um sæti í landsliðshópnum. Ég hefði aldrei trúað því í byrjun tímabils að ég yrði orðaður við landsliðið."
Athugasemdir
banner
banner