Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. mars 2021 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Andri, Stefán og Patrik í sigurliðum
Patrik haldið hreinu í fimm af sex leikjum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það fóru nokkrir leikir fram í dönsku B-deildinni í gær og komu nokkrir Íslendingar við sögu.

Andri Rúnar Bjarnason spilaði fyrsta klukkutímann í 1-0 sigri Esbjerg gegn Hobro en sigurmarkið kom ekki fyrr en undir lokin.

Elías Rafn Ólafsson varði þá mark Fredericia sem gerði jafntefli við Vendsyssel á meðan þeir Stefán Teitur Þórðarson og Patrik Sigurður Gunnarsson voru í sigurliði Silkeborg.

Stefán Teitur spilaði fyrstu 66 mínúturnar og var skipt út fyrir Nicolai Vallys sem skoraði skömmu síðar. Patrik hélt marki Silkeborg hreinu í enn eitt skiptið, hann hefur einungis fengið á sig eitt mark í sex deildarleikjum frá því hann kom til félagsins.

Silkeborg er í öðru sæti, sjö stigum eftir toppliði Viborg. Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg sitja í þriðja sæti og svo kemur Fredericia í fimmta sæti.

Það ríkir hörð þriggja liða toppbarátta í dönsku B-deildinni þar sem Viborg er með fína forystu en Íslendingalið Silkeborg og Esbjerg fylgja fast á eftir.

Esbjerg 1 - 0 Hobro
1-0 M. Kristensen ('86)

Fredericia 1 - 1 Vendsyssel
1-0 C. Tue Jensen ('7)
1-1 M. Agger ('82)

Silkeborg 2 - 0 Fremad Amager
1-0 N. Vallys ('80)
2-0 M. Mattsson ('94)
Athugasemdir
banner
banner
banner