Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. mars 2021 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís Perla skoraði í bikarnum - Karólína Lea á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn og skoraði fimmta mark Rosengård í stórsigri gegn Alingsås í sænska bikarnum í gær.

Rosengård lenti ekki í vandræðum gegn liði sem endaði um miðja B-deild í fyrra, á meðan Glódís Perla og stöllur enduðu í öðru sæti í efstu deild.

Þetta var annar leikur Rosengård í bikarnum og er liðið með fullt hús. Framundan er mögulegur úrslitaleikur við Kristianstad um toppsæti riðilsins, ef Kristianstad hefur betur gegn Vittsjö í dag. Aðeins eitt lið kemst upp úr hverjum riðli.

Alingsås 0 - 7 Rosengård
0-1 C. Seger ('1)
0-2 O. Schough ('4)
0-3 J. Cankovic ('18)
0-4 F. Brown ('55)
0-5 Glódís Perla Viggósdóttir ('66)
0-6 J. Cankovic ('86, víti)
0-7 M. Larsson ('92)

Í þýsku deildinni sat Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á bekknum er liðsfélagar hennar höfðu betur gegn Hoffenheim í 8-liða úrslitum þýska bikarsins.

Bayern komst í tveggja marka forystu en Hoffenheim minnkaði muninn í síðari hálfleik án þess þó að takast að gera jöfnunarmark.

Karólína Lea hefur fengið nokkur tækifæri frá komu sinni til Bayern og skoraði til að mynda í sínum fyrsta leik gegn Shymkent í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Hoffenheim 1 - 2 FC Bayern
0-1 Lea Schüller ('29)
0-2 Lea Schüller ('48)
1-2 Tabea Wassmuth ('60)

Til gamans má geta að Rosengård og FC Bayern mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner