Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. mars 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
„Góður bónus ef við fáum eitthvað út úr Sölva"
Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn reynslumikli Sölvi Geir Ottesen verður með Víkingum í Pepsi Max-deildinni í sumar, þó honum sé ekki ætlað lykilhlutverk innan vallar.

Sölvi, sem er 37 ára, er að stíga upp úr meiðslum en hann fór í aðgerð í fyrra. Sölvi kom inn af bekknum þegar Víkingur mætti Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.

„Hann kemur inn í stöðunni 3-1, fyrsti leikurinn hans í langan tíma. Þetta var fínn tímapunktur til að setja hann aðeins inn og leyfa honum að fá mínútur," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Vangaveltur voru um hvort Sölvi myndi leggja skóna á hilluna en hann verður áfram í treyju Víkinga.

„Sölvi er mikill stríðsmaður og hefur nú sex vikur til að koma sér í þokkalegt stand. Ef við fáum eitthvað út úr honum í sumar er það bara góður bónus. Vonir standa til að hann verði til taks allavega þegar við þurfum á honum að halda."

Víkingur og Keflavík gerðu 3-3 jafntefli í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í gær en Keflvíkingar unnu svo í vítaspyrnukeppni.
Arnar Gunnlaugs: Verið upp og niður
Athugasemdir
banner
banner
banner