Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. mars 2021 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Kristófer Ingi skoraði - Elías Már byrjaði á bekknum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kristófer Ingi Kristinsson fékk að spila síðasta hálftímann er Jong PSV mætti Jong AZ Alkmaar í hollensku B-deildinni í gær.

Heimamenn í PSV komust í tveggja marka forystu með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks og settu gestirnir frá Alkmaar mikla pressu á PSV í seinni hálfleik án þess að ná þó að skora.

Þess í stað tókst Kristóferi Inga að innsigla sigurinn með þriðja og síðasta marki leiksins. Kristófer er notaður sem varaskeifa í Hollandi og er þetta hans sjöunda mark á deildartímabilinu.

Jong PSV 3 - 0 Jong AZ
1-0 F. Fofana ('43)
2-0 M. Kjolo ('45, víti)
3-0 Kristófer Ingi Kristinsson ('80)

Elías Már Ómarsson var þá ekki í byrjunarliði Excelsior er liðið heimsótti toppbaráttulið Graafschap.

Heimamenn komust yfir snemma leiks en Excelsior náði að jafna.

Heimamenn voru betri stærsta hluta leiksins og óðu í færum en áttu í erfiðleikum með að skora.

Markavélin Elías Már fékk að spreyta sig síðustu 20 mínúturnar.

Excelsior er átta stigum frá umspilsbaráttunni um sæti í efstu deild.

Graafschap 1 - 1 Excelsior
1-0 D. Van Mieghem ('4)
1-1 J. Baas ('22)
Athugasemdir
banner
banner