Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. mars 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Cagliari getur stokkið úr fallsæti
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á dagskrá í efstu deild ítalska boltans í dag en þeir áttu upphaflega að vera þrír. Deginum átti að ljúka á spennandi viðureign Inter og Sassuolo en henni hefur verið frestað vegna fjölda Covid smita innan herbúða Inter.

Nýliðar Crotone og Spezia eiga heimaleiki í dag. Crotone tekur á móti Bologna á meðan Spezia fær Cagliari í heimsókn.

Crotone vermir botnsæti deildarinnar og þarf sigur í dag enda átta stigum frá öruggu sæti. Spezia gengur betur og er liðið fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Cagliari er hins vegar óvænt í fallbaráttu og hægt að búast við hörkuslag þegar Spezia og Cagliari mætast.

Þar munu bæði lið leggja allt í sölurnar en sérstaklega Cagliari sem mun líta á þetta sem kjörið tækifæri til að rífa sig upp úr fallsvæðinu.

Leikir dagsins:
14:00 Crotone - Bologna
17:00 Spezia - Cagliari
19:45 Inter - Sassuolo FRESTAÐ vegna covid smita
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner