Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. mars 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Stjarnan hafði betur gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 1 FH
1-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('18)
2-0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('28)
2-1 Arna Sigurðardóttir ('64)
3-1 Þóra Rún Óladóttir ('82, sjálfsmark)

Stjarnan tók á móti FH í fyrsta leik í fjórðu umferð í riðli 2 í A-deild Lengjubikars kvenna.

Garðbæingar tóku forystuna í fyrri hálfleik og leiddu 2-0 í leikhlé þökk sé mörkum frá Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur og Hildigunni Ýr Benediktsdóttur.

Arna Sigurðardóttir minnkaði muninn í síðari hálfleik og var hart barist á lokakafla leiksins en að lokum höfðu Garðbæingar betur þegar Þóra Rún Óladóttir varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net.

Stjarnan er því með 6 stig eftir 4 umferðir. FH er með 3 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner