Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. mars 2021 15:56
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Frábær endurkomusigur hjá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 4 - 2 Fylkir
0-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('17)
0-2 Arnór Borg Guðjohnsen ('32)
1-2 Hilmar Árni Halldórsson ('45)
2-2 Þorsteinn Már Ragnarsson ('56)
3-2 Brynjar Gauti Guðjónsson ('67)
4-2 Kári Pétursson ('86)

Stjarnan tók á móti Fylki í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins og komust gestirnir úr Árbænum yfir snemma leiks eftir að bæði lið höfðu fengið góð færi á upphafsmínútunum. Þórður Gunnar Hafþórsson stangaði þá fyrirgjöf frá Daða Ólafssyni í netið.

Heimamenn í Garðabæ tóku að sækja og fengu stórhættuleg færi áður en Arnór Borg Guðjohnsen tvöfaldaði forystu Fylkis með marki úr skyndisókn. Stjörnumenn voru æfir út í dómarann þar sem þeir vildu meina að brotið hafði verið á Hilmari Árna Halldórssyni í aðdraganda marksins.

Garðbæingar héldu áfram að sækja og klúðruðu enn einu færinu áður en Hilmar Árni minnkaði muninn með góðu skoti eftir darraðardans í teignum.

Stjarnan hélt áfram að sækja í síðari hálfleik en nú enduðu boltarnir í netinu. Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði og skallaði Brynjar Gauti Guðjónsson svo knöttinn í netið eftir hornspyrnu og heimamenn komnir með forystuna á 67. mínútu.

Fylkismenn vöknuðu til lífsins eftir markið og komust nálægt því að jafna en það voru heimamenn sem innsigluðu sigurinn undir lokin þegar Kári Pétursson, sem var nýkominn inn af bekknum, skoraði með sinni fyrstu snertingu.

Lokatölur 4-2 og Stjarnan fer í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner