Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 20. mars 2021 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: Gáfum þeim öll mörkin - Ein stefna í KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar var frábær í dag.
Óskar var frábær í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaui Baldvins í leik á undirbúningstímabilinu.
Gaui Baldvins í leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkuleikur eins og við var að búast," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir tap gegn Val í vítaspyrnukeppni í átta-liða úrslitum Lengjubikarsins.

KR tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks þegar Óskar Örn Hauksson skoraði frábært mark. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og var staðan fljótt orðin 3-0. Svo, hins vegar, hrundi leikur liðsins og Valur náði að jafna metin. Lokatölur 3-3 og Valur vann í vítakeppni, 5-4.

Lestu um leikinn: Valur 8 -  7 KR

„Það er aldrei neitt gefið eftir þegar Valur og KR eru að spila. Menn vilja vinna og liðin stilla nokkurn veginn upp sínum bestu liðum. Það er alltaf smá rígur og það er bara gott. Fyrir vikið fáum við bara betri leik."

„Við gáfum þeim bara öll mörkin. Kristinn nær ekki að hreinsa boltann í vítateignum, Beitir á misheppnað útspark og svo er þetta víti eftir klaufasendingu á miðsvæðinu. Við kláruðum leikinn ekki nægilega vel en við erum sáttir við rosalega margt í þessu."

„Það er fullt gott að taka úr þessum leik. Við erum á útivelli gegn Val, þetta var hörkuleikur og góður leikur hjá okkur. Valsmenn eru góðir og við sýndum að við erum ekki langt frá þeim. Við vorum betri aðilinn þar til þeir taka mikla sénsa í restina til að reyna að minnka muninn. Við gefum aðeins eftir, hleypum þeim inn í leikinn og úr varð vítakeppni sem þeir unnu bara."

Guðjón Baldvinsson, 35 ára, og Óskar Örn Hauksson, 36 ára, voru mjög góðir í leiknum í dag.

„Gaui þekkir KR, liðið, leikmennina og mig. Hann veit hvað ég vil. Hann er mjög fljótur að læra. Hann skorar tvö í dag, er ógnandi og sterkur í framlínunni. Það er gott fyrir okkur að hafa hann."

„Óskar er búinn að vera frábær á undirbúningstímabilinu og skorar nánast í hverjum einasta leik. Hann er búinn að vera frábær. Hann æfir vel og er alltaf fyrirmynd allra í KR-liðinu."

Það eru ekki bara "gamlir karlar" sem eru að gera fína hluti í KR. Grétar Snær Gunnarsson kom til liðsins í vetur frá Fjölni og er að byrja í miðverðinum. Ægir Jarl Jónasson var mjög góður framan af leiknum í dag. Stefán Árni Geirsson er mjög efnilegur og Hjalti Sigurðsson byrjaði í hægri bakverðinum í dag.

„Grétar er búinn að vaxa gríðarlega frá því hann kom til okkar. Hann er búinn að læra mikið. Stefán Árni er frábær og hann sýndi það í fyrra. Ægir Jarl er geggjaður," sagði Rúnar og hann setur spurningamerki við það hvers vegna Ægir er ekki inn í myndinni hjá U21 landsliðinu.

Það hafa verið meiðsli í KR-liðinu á undirbúningstímabilinu en hópurinn í dag var nokkuð sterkur. Markmið KR fyrir sumarið er skýrt eins og alltaf.

„Það er bara ein stefna í KR og það er að vinna. Það breytist aldrei," sagði Rúnar eftir leikinn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner