Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. mars 2021 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Slavia Prag sakað um gróft kynþáttaníð gegn Rangers
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það var mikil dramatík er Rangers var slegið út úr Evrópudeildinni á heimavelli á fimmtudaginn. Slavia Prag vann leikinn og brutust út átök undir lokin.

Leikmaður Slavia er ásakaður um að hafa sýnt kynþáttaníð í garð Glen Kamara, miðjumanns Rangers. Sá leikmaður heitir Ondrej Kudela og viðurkenndi í gær að hann hafi notað ljótt orðbragð í samskiptum við Kamara, en harðneitar fyrir að hafa sýnt kynþáttafordóma.

Þessu eru Skotarnir ekki sammála og voru leikmenn Rangers brjálaðir að leikslokum gegn Slavia. Þeir voru svo brjálaðir að þeir biðu fyrir utan búningsklefa Tékkanna í rúmar 40 mínútur eftir leik til að ræða málin.

Eftir leikinn tóku stuðningsmenn Slavia Prag sig til og hraunuðu yfir dökka leikmenn Rangers á samfélagsmiðlum. Þeir gjörsamlega ausuðu hatrinu yfir þá og birtu meðal annars mynd af sér haldandi á borða sem segir: „Kamara - bara negri."

Það er ekki oft sem leikmenn sem verða fyrir kynþáttaníði treysta sér til að deila því sem var sagt en Kamara ákvað að gera það í viðtali í gær.

„Í leiknum gegn Slavia Prag í gær var Kudela að rífast við leikmann Rangers og ég reyndi að koma á milli þeirra. Hann sagði mér að þegja og sagði svo 'bíddu í eina sekúndu vinur'," sagði Kamara.

„Hann labbaði þá yfir til mín með höndina fyrir munninn, hallaði sér að eyranu mínu og hvíslaði: 'Þú ert helvítis api, þú veist þú ert það.'

„Ég var sjokkeraður og fylltist hryllingi þegar ég heyrði svona orðbragð hjá atvinnumanni í knattspyrnu."



Athugasemdir
banner
banner
banner