lau 20. mars 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stærstu félög Evrópu berjast um Haaland
Powerade
Mynd: Twitter
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins. Þar koma stórstjörnur á borð við Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe, Sergio Agüero og Paul Pogba við sögu.


Real Madrid, Barcelona, Man City, Man Utd og Chelsea ætla öll að berjast um Erling Braut Haaland, tvítugan sóknarmann Borussia Dortmund. (AS)

Haaland vill yfirgefa Dortmund í sumar og vill helst ganga til liðs við Real Madrid. (ABC)

Man Utd hefur áhuga á Ilaix Moriba, 18 ára miðjumanni sem spilar með varaliði Barcelona og spænska U17 landsliðinu. (Mundo Deportivo)

PSG er tilbúið til að bjóða Kylian Mbappe nýjan risasamning til að halda honum frá öðrum stórliðum í Evrópu. (L'Equipe)

Barcelona hefur áhuga á að krækja í Sergio Agüero, 32, og Georginio Wijnaldum, 30, á frjálsri sölu í sumar. (AS)

Juventus fylgist áfram náið með Paul Pogba, 28, sem verður samningslaus á næsta ári. (Calciomercato)

Það myndi kosta Tottenham 25 milljónir punda að reka Jose Mourinho. (Mirror)

Mourinho verður rekinn frá Tottenham ef honum mistekst að koma félaginu í Evrópukeppni. Julian Nagelsmann og Brendan Rodgers eru efstir hjá blaði hjá Daniel Levy, eiganda Tottenham. (Times)

Tottenham hefur áhuga á að fá Carlos Vinicius frá Benfica en vill ekki greiða þær 36 milljónir punda sem portúgalska félagið vill. Tottenham er reiðubúið til að borga um 20 milljónir. (Mail)

Eric Bailly ætlar að hafna samningstilboði Man Utd eftir að hafa ekki verið valinn í byrjunarliðið fyrir Evrópudeildarleikinn gegn AC Milan í vikunni. (Sun)

Robin Olsen verður líklega ekki áfram hjá Everton eftir að lánssamningi hans lýkur. Olsen mun halda aftur til Rómar í vor. Honum og fjölskyldunni líður ekki vel í Liverpool eftir að brotist var inn í íbúð þeirra og þeim hótað með kjötexi. (Mail)

Barcelona ætlar að reyna að halda Lionel Messi, 33, í sumar en hann þarf að taka á sig launalækkun. (Mundo Deportivo)

West Ham á eftir að ræða við Man Utd um möguleg félagaskipti Jesse Lingard, 28, sem hefur gert góða hluti frá komu sinni til Hamranna. (Football London)

Napoli hefur áhuga á Kostas Tsimikas, 24 ára vinstri bakverði Liverpool sem hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum undir stjórn Jürgen Klopp. (Corriere dello Sport)

Liverpool og Tottenham hafa áhuga á bandaríska sóknarmanninum Matthew Hoppe, 20, sem er samningsbundinn Schalke. (Transfermarkt)

Graham Potter ætlar að setjast niður með Danny Welbeck, 30, eftir tímabilið og ræða framtíðina. (Brighton and Hove Independent)

Napoli er að skoða Massimiliano Allegri og Simone Inzaghi sem mögulega arftaka Gennaro Gattuso við stjórnvölinn. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner