Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. mars 2021 16:33
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Tíu leikmenn Bayern rúlluðu yfir Stuttgart
Tvenna frá Haaland nægði ekki
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski og Erling Braut Haaland voru á skotskónum er FC Bayern og Borussia Dortmund mættu til leiks í þýska boltanum í dag.

Lewandowski setti þrennu í 4-0 sigri á nýliðum Stuttgart og er Bayern aftur komið með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Alphonso Davies fékk beint rautt spjald á 12. mínútu en tíu leikmenn Bayern gerðu sér lítið fyrir og gjörsamlega rúlluðu yfir Stuttgart.

Haaland skoraði þá tvennu er Dortmund gerði jafntefli við Köln. Norðmaðurinn efnilegi skoraði fyrsta markið á þriðju mínútu og bjargaði svo stigi með jöfnunarmarki á 90. mínútu.

Dortmund er í 5. sæti sem stendur, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

FC Bayern 4 - 0 Stuttgart
1-0 Robert Lewandowski ('17 )
2-0 Serge Gnabry ('22 )
3-0 Robert Lewandowski ('23 )
4-0 Robert Lewandowski ('39 )
Rautt spjald: Alphonso Davies, Bayern ('12)

Koln 2 - 2 Borussia Dortmund
0-1 Erling Haaland ('3 )
1-1 Ondrej Duda ('35 , víti)
2-1 Ismail Jakobs ('65 )
2-2 Erling Haaland ('90 )

Eintracht Frankfurt er í Meistaradeildarsætinu sem Dortmund leitast eftir og rúllaði liðið yfir Union Berlin í dag.

Andre Silva skoraði tvennu og komust Filip Kostic og Timothy Chandler einnig á blað í 5-2 sigri. Max Kruse gerði bæði mörk gestanna úr Berlín.

Wolfsburg er þá áfram í þriðja sæti, fjórum stigum fyrir ofan Frankfurt, eftir sigur á útivelli gegn fallbaráttuliði Werder Bremen.

Wout Weghorst skoraði í naumum 1-2 sigri.

Eintracht Frankfurt 5 - 2 Union Berlin
1-0 Andre Silva ('2 )
1-1 Max Kruse ('7 )
2-1 Robert Andrich ('35 , sjálfsmark)
3-1 Filip Kostic ('39 )
4-1 Andre Silva ('41 )
4-2 Max Kruse ('45 )
5-2 Timothy Chandler ('92)

Werder Bremen 1 - 2 Wolfsburg
0-1 Josh Sargent ('8 , sjálfsmark)
0-2 Wout Weghorst ('42 )
1-2 Kevin Mohwald ('45 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner