Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. mars 2021 17:01
Ívan Guðjón Baldursson
Venezia vann í toppbaráttunni - Willum byrjaði í stórleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE og spilaði fyrstu 68 mínúturnar í stórleik gegn Dynamo Brest í hvítrússnesku deildinni.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en BATE var betri aðilinn eftir leikhlé, það bara tókst ekki að skora.

Bæði lið eru með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir tímabilsins.

Dynamo Brest 0 - 0 BATE

Bjarki Steinn Bjarkason kom þá inn í uppbótartíma er Venezia vann frábæran sigur á Monza í toppbaráttuslag í Serie B á Ítalíu.

Mattia Aramu skoraði þrennu fyrir Venezia og gerði þannig út um viðureignina. Feneyingar eru í fjórða sæti, aðeins þremur stigum frá öðru sætinu sem gefur sæti í efstu deild.

Hinir efnilegu Óttar Magnús Karlsson og Jakob Franz Pálsson eru einnig á mála hjá Venezia.

Monza 1 - 4 Venezia
0-1 Mattia Aramu ('6)
0-2 Mattia Aramu ('19)
0-3 Mattia Aramu ('56, víti)
1-3 M. Armellino ('58)
1-4 Esposito ('86)

Aron Bjarnason var þá í byrjunarliði Sirius sem gerði markalaust jafntefli við Sundsvall í æfingaleik.

Sirius 0 - 0 Sundsvall
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner