Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. apríl 2019 13:45
Ívan Guðjón Baldursson
Alfreð Finnbogason frá í nokkra mánuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augsburg er búið að staðfesta að Alfreð Finnbogason verði frá út tímabilið hið minnsta eftir að hafa gengist undir aðgerð á fimmtudagnin.

Alfreð hefur verið að glíma við kálfameiðsli á tímabilinu og fór hann í aðgerðina vegna þeirra. Hann er þegar búinn að missa af stórum hluta tímabils en er þó kominn með 10 mörk í 18 deildarleikjum.

DV greinir frá því að Alfreð verði frá í 3-4 mánuði og verður hann því líklega ekki með íslenska landsliðinu í mikilvægum leikjum gegn Albaníu og Tyrklandi í júní.

Alfreð er 30 ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum við Augsburg.

Þetta er slæm tímasetning til að missa Alfreð í meiðsli því Augsburg er í harðri fallbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner