Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. apríl 2019 21:32
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Arnór og Hörður léku báðir í jafntefli - Albert byrjaði í tapi
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar léku víða um Evrópu í dag, laugardag. Hér að neðan má lesa það helsta úr leikjum þeirra.

Lokomotiv Moskva 1-1 CSKA Moskva
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu sem gerði 1-1 jafntefli við Lokomotiv Moskvu í dag. Hörður spilaði allan leikinn en Arnór fór af velli á 83. mínútu.

CSKA Moskva er í 4. sæti rússnesku úrvalsdeildinnar og á fína möguleika á að komast í Meistaradeildina, efstu tvö liðin þurfa ekki að fara í umspil en liðið í þriðja sæti fer í umspil.

Krasnodar 2-3 Zenit
Jón Guðni kom ekkert við sögu þegar lið hans Krasnodar tapaði 2-3 gegn toppliði Zenit. Krasnodar er í 3. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar sem gefur umspilssæti í Meistaradeildina.

Feyenoord 2-1 AZ Alkmaar
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ sem heimsótti Feyenoord í kvöld. Albert var tekinn af velli á 67. mínútu og mínútu eftir það kom Robin van Persie Feyenoord í 2-1 sem reyndist lokamark leiksins.

Albert og félagar hans í AZ eru í 4. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Jagiellonia Bialystok 3-3 Lech Poznan
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn í 3-3 jafntefli Jagiellonia Bialystok og Lech Poznan í dag. Böðvar og félagar í Jagiellonia eru í 5. sæti.

Ravenna 0-0 Vicenza
Sveinn Aron og félagar hans í Ravenna gerðu markalaust jafntefli við Vicenza í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner