Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 20. apríl 2019 12:55
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund með flesta áhorfendur - Man Utd í öðru sæti
Stuðningurinn sem Dortmund fær er ómetanlegur.
Stuðningurinn sem Dortmund fær er ómetanlegur.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Kölnar fylgja sínum mönnum gegn súrt og sætt. Undanfarið hefur það aðallega verið súrt.
Stuðningsmenn Kölnar fylgja sínum mönnum gegn súrt og sætt. Undanfarið hefur það aðallega verið súrt.
Mynd: Getty Images
Skemmtileg rannsókn framkvæmd af CIES Football Observatory segir að Borussia Dortmund fái flesta áhorfendur á leiki sína af öllum liðum heims.

Rannsóknin nær til áranna 2013-2018 og er Dortmund eina félagslið heims með yfir 80 þúsund áhorfendur á leik að meðaltali. Manchester United er í öðru sæti með rúmlega 75 þúsund áhorfendur.

Barcelona og Bayern fylgja skammt á eftir og svo kemur Real Madrid í fimmta sæti. Arsenal er í sjöunda sæti en aðeins tvö ensk lið komast á listann.

Þýsku félögin koma á óvart þar sem Schalke, HSV og Stuttgart eru öll með fleiri áhorfendur heldur en stærstu félög Evrópu. HSV leikur í B-deild á meðan Stuttgart er í fallbaráttu.

Englandsmeistarar Manchester City eru í tólfta sæti, Newcastle kemur í þrettánda og er Liverpool svo í 21. sæti. Rangers, Celtic og Köln eru meðal félaga sem laða fleiri áhorfendur að heldur en Liverpool.

Rannsóknin nær einnig til helstu deilda heimsknattspyrnunnar og þar eru niðurstöður sem koma skemmtilega á óvart. Þýska deildin er efst með rúmlega 43 þúsund áhorfendur á leik og kemur enska deildin í öðru sæti, með tæplega 37 þúsund áhorfendur.

Spænska deildin er í þriðja sæti og svo kemur sú mexíkóska í fjórða sæti. Það munar aðeins 1700 áhorfendum á spænsku deildinni og þeirri mexíkósku.

Ítalska deildin er í fmimta sæti, með aðeins 400 áhorfendum meira en sú kínverska. Franska deildin er í sjöunda sæti og svo kemur bandaríska MLS deildin, sú hollenska og B-deildin í Þýskalandi er í 10. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner