Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. apríl 2019 15:59
Ívan Guðjón Baldursson
England: Fulham vann í Bournemouth - Deulofeu með tvennu
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic gerði eina mark leiksins er Fulham hafði óvænt betur á útivelli gegn Bournemouth í dag.

Fulham er fallið úr úrvalsdeildinni en þetta var aðeins sjötti sigur liðsins í deildinni og sá fyrsti á útivelli. Sigurmarkið er það fyrsta sem Mitrovic skorar síðan í janúar.

West Ham og Leicester áttust við í jöfnum leik sem lauk með 2-2 jafntefli. Hamrarnir komust tvisvar sinnum yfir í leiknum en Jamie Vardy og Harvey Barnes jöfnuðu fyrir gestina. Leicester var í sjöunda sæti fyrir leikinn en er nú dottið niður við hlið Wolves í áttunda sæti.

Watford er komið upp í sjöunda sæti eftir sigur gegn botnliði Huddersfield. Gerard Deulofeu er í stuði þessa dagana og gerði bæði mörk Watford í leiknum.

Wolves gerði þá markalaust jafntefli við Brighton þrátt fyrir mikla yfirburði. Varnarleikur Brighton var til fyrirmyndar og er liðið komið þremur stigum frá Cardiff í fallsæti.

Bournemouth 0 - 1 Fulham
0-1 Aleksandar Mitrovic ('53 , víti)

Huddersfield 1 - 2 Watford
0-1 Gerard Deulofeu ('5 )
0-2 Gerard Deulofeu ('80 )
1-2 Karlan Grant ('90 )

Manchester City 1 - 0 Tottenham
1-0 Phil Foden ('5 )

West Ham 2 - 2 Leicester City
1-0 Michail Antonio ('38 )
1-1 Jamie Vardy ('67 )
2-1 Lucas Perez ('82 )
2-2 Harvey Barnes ('90 )

Wolves 0 - 0 Brighton
Athugasemdir
banner
banner
banner