Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. apríl 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino fær 60 milljónir til að nota í sumar
Pochettino er einn af eftirsóttustu knattspyrnustjórum heims.
Pochettino er einn af eftirsóttustu knattspyrnustjórum heims.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar búast við stórum breytingum á leikmannahópi Tottenham eftir tímabilið. Mauricio Pochettino mun fá 60 milljónir punda til að eyða á leikmannamarkaðinum.

Stjóri Tottenham gerir vissulega ekki mikið með 60 milljónum en hann fær einnig að halda þeim pening sem kemur inn fyrir sölur leikmanna.

Kieran Trippier virðist vera á för frá félaginu og þá er Christian Eriksen orðaður við Real Madrid. Toby Alderweireld, Danny Rose, Victor Wanyama og Georges-Kevin N'Koudou gætu einnig yfirgefið félagið.

Það gæti því farið svo að Pochettino verði með um 150 milljónir punda til að nota í nýja leikmenn. Það yrði skemmtileg tilbreyting fyrir Tottenham sem keypti ekki einn einasta leikmann á tímabilinu, hvorki síðasta sumar né í janúar.

Tottenham hefur átt stórkostlegt tímabil og er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn sögunnar. Þá er liðið í harðri Meistaradeildarbaráttu í enska boltanum þrátt fyrir mikil meiðslavandræði.
Athugasemdir
banner
banner
banner