Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 20. apríl 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Röng ákvörðun að ráða Solskjær"
Mynd: Getty Images
Jermaine Jenas, fyrrverandi miðjumaður Tottenham og enska landsliðsins, telur Manchester United hafa gert mistök með því að ráða Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra.

Jenas telur ákvörðunina litast af tilfinningum og telur það ekki vera til framdráttar í þessum heimi. Solskjær tók við af Jose Mourinho sem tímabundinn stjóri Rauðu djöflanna og vann 10 af fyrstu 11 leikjum sínum við stjórnvölinn. Hann kom liðinu svo í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og skrifaði í kjölfarið undir þriggja ára samning. Man Utd hefur þó tapað fimm af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum.

„Það voru mistök að ráða Solskjær. Mér finnst eins og þessi ákvörðun hafi verið stjórnuð af tilfinningum, sem er aldrei jákvætt í viðskiptaheiminum," sagði Jenas í viðtali á BBC.

„Félagið má ekki horfa aftur til tíma Sir Alex Ferguson og reyna að endurtaka það sem hann gerði. Þegar Pep Guardiola tók við City þá fór hann ekki að skoða hvernig Mancini og Pellegrini unnu deildina heldur gerði hann það á sinn hátt.

„Jürgen Klopp gerði það líka hjá Liverpool. Það er það sem United þarf að gera til að hefja næsta kafla. Félagið þarf nýja ímynd."

Athugasemdir
banner
banner
banner