Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. apríl 2019 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sandra María spilaði í tapi - Rakel meidd
Mynd: Mirko Kappes
Hoffenhemi 6 - 2 Bayer Leverkusen

Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen í leik gegn Hoffenheim í efstu deild þýska kvennaboltans í dag.

Leverkusen er í bullandi fallbaráttu og þurfti sigur en Hoffenheim er með talsvert gæðameira lið og situr í efri hluta deildarinnar.

Leikurinn í dag byrjaði vel fyrir Söndru og stöllur sem komust yfir snemma leiks. Hoffenheim jafnaði en Leverkusen komst aftur yfir skömmu síðar.

Staðan var þó orðin 2-2 þegar lið gengu til búningsklefa og var allt annar leikur á borðinu í síðari hálfleik.

Hoffenheim skoraði fjögur mörk eftir leikhlé og stóð uppi sem öruggur sigurvegari, 6-2.

Leverkusen er í fallsæti eftir tapið, með jafn mörg stig og Werder Bremen en talsvert verri markatölu.

Reading 1 - 0 Brighton

Rakel Hönnudóttir var ekki í leikmannahópi Reading gegn Brighton í enska kvennaboltanum. Rakel er mikilvægur hlekkur í liði Reading en fór meidd af velli undir lok síðasta leiks, 5-0 sigur gegn Yeovil Town.

Reading vann þó leikinn og er í fimmta sæti, með 27 stig eftir 18 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner