banner
   lau 20. apríl 2019 11:48
Ívan Guðjón Baldursson
Sterling og Bernardo fá tvöfalda tilnefningu
Enginn Wan-Bissaka
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling er talinn líklegur til að vera valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, er sá eini sem stendur í vegi fyrir honum.

Takist Sterling ekki að sigra keppinauta sína í kjörinu þá getur hann verið valinn besti ungi leikmaður tímabilsins. Þar er þó annar leikmaður Liverpool sem berst við Sterling, bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold.

Helsti keppinautur Sterling er þó líklegast samherji hans hjá Manchester City, Bernardo Silva. Þeir eru báðir einnig tilnefndir sem besti leikmaður tímabilsins.

Marcus Rashford kemur einnig til greina rétt eins og David Brooks, velskur leikmaður Bournemouth, og Declan Rice leikmaður West Ham.

Það kemur á óvart að Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Crystal Palace, sé ekki tilnefndur.

Sterling 17 mörk 9 stoðsendingar
Rashford 10 mörk 6 stoðsendingar
Brooks 7 mörk 5 stoðsendingar
Bernardo 6 mörk 7 stoðsendingar
Rice 2 mörk 0 stoðsendingar
Alexander-Arnold 1 mark 7 stoðsendingar
Athugasemdir
banner
banner
banner