Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. apríl 2019 16:52
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór Ingvi kominn aftur eftir meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sirius 0 - 1 Malmö
0-1 Soren Rieks ('46)

Arnór Ingvi Traustason kom inn á 69. mínútu er Malmö vann sinn annan leik í röð í sænska boltanum.

Soren Rieks gerði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks, á útivelli gegn Sirius.

Malmö var betri aðilinn og verðskuldaði sigurinn. Liðið er komið með sjö stig eftir fjórar umferðir en Sirius er með sex stig.

Arnór hefur verið mikilvægur partur af byrjunarliði Malmö á upphafi tímabils. Hann byrjaði ekki í dag vegna meiðsla sem hann hlaut í 2-0 sigri á Östersund í síðustu umferð. Arnór var borinn af velli en var snöggur að ná sér og frábærar fréttir að hann hafi komið við sögu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner