Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. apríl 2019 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Augsburg skoraði sex án Alfreðs
Mynd: Getty Images
FC Bayern München jók forystu sína á toppi þýsku deildarinnar með 1-0 sigri gegn tíu leikmönnum Werder Bremen í dag.

Miðvörðurinn Niklas Süle gerði eina mark leiksins með skoti fyrir utan teig á 75. mínútu. Bayern var í sókn allan leikinn og ótrúlegt að liðinu hafi ekki tekist að skora meira en eitt mark.

Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg gegn Stuttgart í dag en liðsfélögum hans tókst að skora sex mörk. Alfreð fór í aðgerð á fimmtudaginn. Marco Richter lék í stöðu Alfreðs og gerði tvö mörk í leiknum. Kantmaðurinn Philipp Max skoraði einnig tvennu.

Sigurinn fer langleiðina með að tryggja áframhaldandi þátttöku Augsburg í efstu deild. Liðið er tíu stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

Tapið kemur sér illa fyrir Stuttgart sem á litla sem enga möguleika á að bjarga sér frá falli án þess að fara í umspil. Stuttgart mun berjast við Nürnberg um þriðja neðsta sætið, sem veitir umspilsrétt gegn þriðja sæti B-deildarinnar.

Bayern 1 - 0 Werder Bremen
1-0 Niklas Sule ('75 )
Rautt spjald:Milos Veljkovic, Werder ('58)

Bayer Leverkusen 2 - 0 Nurnberg
1-0 Lucas Alario ('61 )
2-0 Kevin Volland ('86 )

Augsburg 6 - 0 Stuttgart
1-0 Rani Khedira ('11 )
2-0 Andre Hahn ('18 )
3-0 Philipp Max ('29 )
4-0 Marco Richter ('53 )
5-0 Philipp Max ('58 )
6-0 Marco Richter ('68 )

Mainz 3 - 1 Fortuna Dusseldorf
1-0 Jean-Philippe Mateta ('1 )
1-1 Dodi Lukebakio ('19 )
1-1 Dodi Lukebakio ('58 , Misnotað víti)
2-1 Karim Onisiwo ('67 )
3-1 Jean-Philippe Mateta ('87 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 29 10 12 7 43 39 +4 42
7 Augsburg 29 10 9 10 47 46 +1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner
banner