Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. apríl 2019 20:46
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þýskaland: Sjö mörk skoruð í lokaleik dagsins
Hoffenheim sigraði Schalke, 2-5.
Hoffenheim sigraði Schalke, 2-5.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni nú síðdegis og í kvöld, Borussia M. tók á móti RB Leipzig og Schalke 04 mætti Hoffenheim.

Það voru þrjú mörk skoruð í leik Borussia M. og RB Leipzig, Marcel Halstenberg kom Leipzig í 0-2 en Alassane Plea minnkaði muninn fyrir heimamenn, nær komust þeir ekki og 1-2 sigur gestanna staðreynd.

Leipzig er í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en Borussia M. í 5. sæti.

Það var heldur meira fjör í viðureign Schalke og Hoffenheim, gestirnir komust í 0-2 með mörkum frá Ishak Belfodil og Andrej Kramaric. Staðan var 0-2 í hálfleik.

Daniel Caligiuri minnkaði muninn fyrir heimamenn á 60. mínútu en gestirnir í Hoffenheim svöruðu því með þremur mörkum og komust í 1-5 áður en Guido Burgstaller minnkaði muninn aftur fyrir heimamenn undir lok leiksins. Niðurstaðan í þessari viðureign 2-5 sigur Hoffenheim.

Hoffenheim fer með sigrinum í 6. sæti deildarinnar. Schalke er hins vegar ekki í jafn góðum málum, þeir sitja í 15. sæti deildarinnar.

Borussia M. 1 - 2 RB Leipzig
0-1 Marcel Halstenberg ('17 , víti)
0-2 Marcel Halstenberg ('53 )
1-2 Alassane Plea ('61 )

Schalke 04 2 - 5 Hoffenheim
0-1 Ishak Belfodil ('25 )
0-2 Andrej Kramaric ('45 )
1-2 Daniel Caligiuri ('60 , víti)
1-3 Adam Szalai ('65 )
1-4 Nadiem Amiri ('73 )
1-5 Ishak Belfodil ('80 )
2-5 Guido Burgstaller ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner