lau 20. apríl 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zaha: Moyes og þjálfarateymið reyndu að brjóta mig niður
,,Ég er þarna uppi með Mbappe og Dembele í tækninni en hef aldrei fengið tækifæri til að sanna mig á stærsta sviðinu.
,,Ég er þarna uppi með Mbappe og Dembele í tækninni en hef aldrei fengið tækifæri til að sanna mig á stærsta sviðinu.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha er í dag meðal bestu leikmanna Crystal Palace og eftirsóttur af nokkrum af stærstu liðum enska boltans. Zaha er aðeins 26 ára gamall en fyrir sex árum fékk hann magnað tækifæri þegar hann var fenginn yfir til Manchester United.

Zaha var keyptur af Sir Alex Ferguson í janúar 2013 og lánaður aftur til Crystal Palace út tímabilið. Þetta reyndist svanasöngur Ferguson og tók David Moyes við félaginu sumarið sem Zaha skipti um félag.

Zaha byrjaði vel undir stjórn Moyes. Hann var besti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu og spilaði leikinn um Góðgerðarskjöldinn. Hann var svo tekinn úr liðinu og fékk ekki að spila keppnisleik fyrr en í október.

„Þetta var tækifæri lífsins, að fá að spila fyrir Manchester United. Þetta var stærra en nokkuð sem mig hafði dreymt og ég gerði mitt besta á hverri einustu æfingu. Ég vildi sanna mig," sagði Zaha.

„Það leið ekki á löngu þar til Moyes var byrjaður að gagnrýna klæðaburð minn og bílinn sem ég keyrði. Hann og starfslið hans reyndu að brjóta mig niður og eyðileggja ferilinn minn af ástæðulausu."

Zaha kom aðeins við sögu í tveimur úrvalsdeildarleikjum á tíma sínum hjá Man Utd og var að lokum seldur aftur til Palace fyrir aðeins þrjár milljónir punda, þriðjunginn af því sem Man Utd borgaði fyrir hann. Í dag er Zaha metinn á um 60 milljónir.

Fjölmiðlar áttuðu sig ekki á fjarveru Zaha og voru sögusagnir uppi um að hann hafi sængað hjá dóttur Moyes og væri ekki í leikmannahópi Man Utd vegna agavandamála. Zaha varð fyrir vonbrigðum þegar hann sá að félagið sýndi engan áhuga á að hrekja þessar lygasögur.

„Ég man á einni æfingu þá sýndi einn þjálfarinn mér myndband úr leik hjá Crystal Palace, þar sem ég lék mér að andstæðingunum úti á kantinum. Hann spurði mig hvaða leið ég teldi vera besta til að enduruppgötva þetta form, aðeins nokkrum dögum eftir að Moyes hafði sagt mér að sleppa öllum krúsídúllum og spila einfaldari bolta.

„Ég gaf honum séns þrátt fyrir erfiða byrjun á samstarfi en ég gafst upp þegar hann tók mig úr Meistaradeildarhópnum til að gera pláss fyrir Adnan Januzaj, sem hafði aldrei spilað með aðalliðinu. Það var þá sem ég áttaði mig á því að þetta vandamál var stærra en ég hélt og tengdist hæfileikum mínum ekkert. Þegar ekki er valið útfrá getu og hæfileikum þá er lítið sem maður getur gert til að vinna sér sæti í liðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner