Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. apríl 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki Steinn um skiptinguna: Fann fyrir niðurlægingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason var til viðtals hjá Fótbolta.net í dag þar sem hann sagði frá síðasta tímabili, íþróttauppeldinu, sínum markmiðum og áhuga Örebro.

Bjarki valdi fóbolta 14 ára - „Pabbi fékk engu ráðið um það"

Fréttaritari spurði Bjarka einnig út í þegar hann var tekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks í 16. umferð síðasta sumar.

Rætt var um skiptinguna í Innkastinu þar sem 16. umferð deildarinnar var gerð upp. Þar er rætt um ákvörðun Jóa Kalla (Jóhannes Karl Guðjónsson, nf.), þjálfara ÍA, og sagt að þetta sé mjög niðurlægandi fyrir leikmenn að lenda í þessum aðstæðum. Jói Kalli bað Bjarka Stein afsökunar, í viðtali eftir leik, á því að hafa verið fórnarlamb þess að ÍA breytti um leikskipulag.

Hvernig upplifði Bjarki þetta augnablik?

„Enginn leikmaður vill lenda í því að vera tekinn útaf í fyrri hálfleik þar sem því fylgir mikil niðurlæging og ég fann fyrir því, mér leið alls ekki vel, ég verð að viðurkenna það," sagði Bjarki Steinn við Fótbolta.net.

„Jói Kalli talaði um leið við hópinn og útskýrði sína ákvörðun og benti á það að þetta hafði ekkert með frammistöðu mína að gera, heldur breytti hann um leikskipulag til að reyna að stöðva Blikana."

„Nokkrir liðsfélagar mínir komu til mín og peppuðu mig eftir þetta og ég lét þetta bara eiga sig og fókusaði á næstu leiki,"
sagði Bjarki.
Athugasemdir
banner
banner
banner