mán 20. apríl 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Davies skrifar undir hjá Bayern til 2025
Alphonso Davies í leik með Bayern gegn Chelsea
Alphonso Davies í leik með Bayern gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Kanadíski vinstri bakvörðurinn Alphonso Davies hefur framlengt samning sinn við þýska félagið Bayern München til ársins 2025 en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Davies er fæddur árið 2000 en hann gekk til liðs við Bayern frá Vancouver Whitecaps árið 2018.

Hann hefur verið magnaður sóknarbakvörður hjá Bayern á þessu tímabili og hefur hraði hans og tækni verið í sviðsljósinu í þýsku deildinni.

Samningur Davies átti að renna út árið 2023 en hann framlengdi um tvö ár til viðbótar í dag.

Bayern í efsta sæti þýsku deildarinnar sem stendur en deildin gæti farið aftur af stað þann 9. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner