Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emre Can: Nýi þjálfarinn gaf mér ekki tækifæri
Emre Can yfirgaf Juventus í janúar og fór til Borussia Dortmund.
Emre Can yfirgaf Juventus í janúar og fór til Borussia Dortmund.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Emre Can er ósáttur við það hvernig komið var fram við sig hjá Ítalíumeisturum Juventus.

Can yfirgaf Juventus á láni í janúar og fór til Dortmund í Þýskalandi. Þýska félagið nýtti sér svo ákvæði í samningi hans nokkrum dögum síðar og keypti hann á 25 milljónir evra.

Hinn 26 ára gamli Can gekk í raðir Juventus á frjálsri sölu frá Liverpool sumarið 2018. Hann kom við sögu í 37 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu, en var í mikið minna hlutverki á þessu tímabili undir stjórn Maurizio Sarri.

Can ræddi við Bild og sagði: „Á síðasta tímabili var ég mikilvægur hlekkur í liðinu. Við áttum skilið að vinna deildina og ég átti líka nokkra góða leiki í Meistaradeildinni. Nýi þjálfarinn gaf mér ekki tækifæri."

„Tíminn sem átti í Tórínó var samt góður og ég er þakklátur fyrir hann."

Nú er enginn fótbolti í gangi í allflestum deildum heimsins. Á Ítalíu var Juventus með eins stigs forystu á toppnum þegar hlé var gert, en í Þýskalandi var Dortmund í öðru sæti, fjórum stigum frá toppliði Bayern München. Dortmund vann fjóra deildarleiki í röð en féll úr leik í Meistaradeildinni gegn Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner