Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög svo spennandi framtíðarmiðja Skotlands
Billy Gilmour.
Billy Gilmour.
Mynd: Getty Images
Skotar geta alveg leyft sér að vera spenntir fyrir þeirri kynslóð fótboltamanna sem er að koma upp núna.

Skotland komst síðast á stórmót 1998, en Skotar ættu með leikmönnum eins og Andy Robertson, Kieran Tierney, John McGinn, Scott McTominay og Billy Gilmour að geta komist inn á stórmót á næstu árum.

Fyrrum skoski landsliðsmaðurinn Frank McAvennie telur að Gilmour, sem leikur með Chelsea, sé tilbúinn að spila fyrir A-landslið Skotlands þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára. Hann er spenntur fyrir að sjá hann spila með McTominay, miðjumanni Manchester United.

„Það myndi koma mér á óvart ef Steve Clarke, vinur minn, setur hann (Gilmour) ekki í A-landsliðið. Hann er ungur og nýr, en hann fór illa með leikmenn Liverpool, og gerði það líka gegn Everton," McAvennie við Goal.com.

„Ef Scott McTominay spilar með honum þá erum við með frábæra miðju. Gilmour og stóran gæa í McTominay með honum."

McAvennie minnist ekki á McGinn, en það má svo sannarlega ekki gleyma honum. Það er hæfileikaríkur 25 ára gamall miðjumaður sem leikur með Aston Villa. Skotar eiga framtíðina fyrir sér á miðsvæðinu, það er víst.
Athugasemdir
banner
banner
banner